Gæti tafið byggingu nýs Landsspítala um 10 til 15 ár Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 2. apríl 2015 18:53 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar. Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að hugmyndir um forsætisráðherra um að falla frá byggingu nýs spítala við Hringbraut og selja lóðirnar undir hótel, geti tafið verkefnið um 10 til 15 ár Hann segir brýnt öryggismál að nýr spítali rísi innan fimm til sex ára. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagðist í seinni fréttum RÚV í gær vilja láta skoða hvort það geti verið skynsamlegt að selja fasteignir Landspítalans við Hringbraut og lóðirnar og byggingaréttinn þarna í kring og nota féð til að kosta uppbyggingu nýs spítala á nýjum stað. Páll Matthíasson segist hafa áhyggjur af því að menn séu að setja fram slíkar hugmyndir án alvöru og þunga en miklu fé hafi nú þegar verið varið í undirbúning framkvæmdanna á Hringbraut. Þær drepi málinu á dreif og hættara sé við að framkvæmdirnar tefjist enn meira. „Ég fullyrði það og við á Landsspítalanum að það er veruleg öryggisógn af húsnæðinu eins og það er núna. Við getum ekki beðið lengur en í fimm til sex ár.“ Hann segir að núverandi áætlanir geri ráð fyrir að spítalinn rísi ekki síðar en 2021. Hugmyndir um að breyta staðsetningunni, geti stóraukið kostnaðinn og tafið verkið um tíu til fimmtán ár hið minnsta. Alþingi samþykkti í fyrra að hefja byggingu nýs Landspítala á lóðinni við Hringbraut og á fjárlögum er gert ráð fyrir 850 milljóna króna hönnunarkostnaði. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir mánuði að bjóða út hönnunina. Margir urðu því hissa á því að forsætisráðherra væri með einhverjar allt aðrar hugmyndir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. Hann segir erfitt að taka þetta alvarlega, þetta virðist í grunninn vera einskonar viðskiptahugmynd hjá ráðherranum en vandinn sé sá að borgin eigi lóðirnar og byggingaréttinn. Þeim hafi verið ráðstafað til ríkisins vegna spítalabyggingarinnar. Ef ekki verði af byggingunni gangi samningar um það til baka og borgin leysi aftur til sín lóðirnar.
Alþingi Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira