Lífið

Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
María Ólafs var gestur í nýjasta þætti Eurovísis en þar tók hún uppáhalds Eurovision lagið sitt. Það er sænska sigurlagið frá 2013, Euphoria.

Það er ekki hægt að segja annað en að María hafi neglt lagið en Ásgeir Orri Ásgeirsson, einn liðsmanna StopWaitGo, spilaði undir á gítar.

Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir ofan en þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.Hægt er að skrá sig í áskrift af þáttunum í Podcast fyrir iPhone og iPad og í iTunes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×