Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Guðrún Ansnes skrifar 30. mars 2015 14:43 Áhorfendur létu dansparið heyra það í kjölfar þátttöku í þættinum í gær. Vísir/Andri Marino „Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“ Ísland Got Talent Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“
Ísland Got Talent Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira