Innlent

Taka vel í hugmyndina um kosningabandalag

þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar
Formenn stjórnarandstöðunnar taka almennt vel í hugmyndir Birgittu Jónsdóttur kapteins Pírata um kosningabandalag stjórnarandstöðunnar. Birgitta viðraði þessar hugmyndir í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG segir að hugmyndir um að setja stjórnarskrármálið og aðildarviðræður í öndvegi í slíku samstarfi rími ágætlega við áherslur VG. Hún segist fylgjandi þeirri stefnu að flokkar gefi upp mögulega samstarfsflokka fyrir kosningar en kosningabandalag gangi út á það. Hún minnir þó á að fyrst þurfi að koma ríkisstjórninni frá völdum.

Formaður Samfylkingarinnar segir siðferðislega skyldu stjórnarandstöðu að reyna stjórnarmyndun falli ríkisstjórn í kosningum. Hann segist hlynntur frekara samstarfi, í hvaða formi sem það verður, og muni ræða það á vettvangi flokksins.

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist hafa heyrt margt vitlausara, hann sé til í að skoða þetta með opnum huga. Það sé ekki mikil hefð fyrir pólitískum blokkum á Íslandi og ef það myndist stemmning fyrir því sé það flott og hann sé bjartsýnn á að það gerist í tilfelli þessara flokka. Ríkisstjórnin sé líka að hjálpa til. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.