Stjórnarandstaðan ósátt við frestun ESB umræðu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:00 Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst. Alþingi ESB-málið Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi forseta Alþingis harðlega í dag fyrir að setja þingsályktun hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandsviðræður ekki á dagskrá Alþingis fyrir páska. Forseti þingsins segir málið mjög mikilvægt enda með fyrstu málum á dagskrá þingsins að loknu páskaleyfi. Að deginum í dag meðtöldum eru einungis þrír fundardagar eftir á Alþingi fram að páskaleyfi þingmanna en þing kemur aftur saman hinn 13. apríl. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sameiginlega lagt fram þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram hinn 25. september um hvort halda eigi áfram viðræðum við Evrópusambandið og leggja samning í dóm þjóðarinnar eða ekki. „Þessa tillögu má hvergi sjá á dagskrá fundarins í dag. Það hlýtur að vekja spurningar þegar þingmenn fjögurra flokka af sex hér á þingi og formenn þessara sömu flokka leggja fram slíka tillögu, hvað tefji? Af hverju hún fáist ekki sett hér á dagskrá til umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tók undir þau sjónarmið að málið væri mikilvægt. „Forseta er það auðvitað ljóst að á bakvið þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verði þá tekið fyrir strax að loknu páskahléi hér á Alþingi,“ sagði Einar Kristinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sættu sig ekki við þessi svör forseta. Stjórnarandstaðan sagði vel hægt að ræða þingsályktunartillögu hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meðal annars væri hægt að taka mál Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu út af dagskrá þingsins í dag. Enda hefði verið samþykkt að Ríkisendurskoðun legði mat á áhrif frumvarpsins. Það lægi því ekki á að ræða þetta frumvarp utanríkisráðherra sem fæli m.a. í sér að Þróunarsamvinnustofnun verði lögð niður og verkefni hennar færð inn í utanríkisráðuneytið. „Hvaða mál eru svo brýn að það sé ekki hægt að setja þetta mál á dagskrá (fyrir páska). Er það málið sem er ætlað að grafa undan þróunarsamvinnu Íslands við fátækustu ríki þessa heims? Er það mikilvægara,“ spurði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði gott að Samfylkingin vildi nú ræða Evrópusambandsmál á Alþingi og nauðsynlegt væri að ræða þau mál mjög ítarlega, sem ekki ynnist tími til fyrir páska. En stjórnarandstaðan bauð að fyrri umræðan yrði háð tímatakmörkunum þannig að henni gæti lokið fyrir páska og málið færi til nefndar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sagði tímann mikilvægan í þessum efnum þar sem stjórnarflokkarnir reyndu nú að fá Evrópusambandið til að slíta aðildarviðræðunum fyrir sig. Alþingi þyrfti því að hefja þessa umræðu sem fyrst.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Sjá meira