Össur enn sömu skoðunar varðandi olíuleit Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2015 19:15 Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson. Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ekki heppilegt fyrir framtíðina að landsfundur Samfylkingarinnar hafi samþykkt að hætt skuli við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Hann verði hins vegar að sætta sig við að hafa lent í minnihluta í málinu á landsfundinum. Á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi kúventi flokkurinn stefnu sinni varðandi olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu og vill nú samkvæmt landsfundarsamþykkt hætta leitinni. „Ég tel að það sé ekki heppilegt fyrir framtíðina þó að þróunin hafi orðið þannig að það sé nú líklegt að það seinki allt. En hins vegar er það þannig að í Samfylkingunni getur maður verið í minnihluta. Ég er þar í minnihluta og hef mína skoðun óbreytta. En sætti mig alveg við að það er önnur stefna uppi,“ segir Össur. Össur ásamt fleiri ráðherrum og þingmönnum Samfylkingarinnar fögnuðu því á sínum tíma að olíuleit yrði hafin og sáu fyrir sér alls kyns tækifæri í þessum efnum m.a. í þjónustu við olíuleitina á norður og austurlandi. Össur segist alltaf hafa lagt áherslu á að olía væri allt of mikilvægt efni til að brenna og ætti að nota til annarra hluta en sem eldsneyti. Hann hafi skilning á varnaðarorðum vegna loftslagsáhrifa en menn yrðu þá að vera samkvæmir sjálfum sér. „Ég teldi þá t.d. fullkomlega lógískt fyrir þá sem hafa þessa skoðun að banna t.d. innflutning á eldsneyti. Sumt af því eldsneyti sem menn eru að flytja inn er unnið af Rússum, jafnvel Norðmönnum miklu norðar heldur en þessi svæði sem eru innan okkar efnahagslögsögu,“ segir Össur. Hann hafi oft orðið undir og sem lýðræðissinni sætti hann sig við það. Össur efast um að þetta hafi áhrif á fylgi flokksins í næstu kosningum. Nýting olíu frá Drekasvæðinu sé fjarlægari en áður vegna þróunar á olíumarkaði. Önnur og stærri mál verði á dagskrá fyrir næstu kosningar. Hins vegar megi leysa olíumálin með örðum hætti en innan stofnana stjórnmálaflokkanna. „Ég held að þetta alveg eins og fiskveiðistjórnunarkerfið og ESB séu dæmi um mál sem eigi að leysa í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur Skarphéðinsson.
Alþingi Samfylkingin Orkumál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira