Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 19:25 Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir
Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira