Ríkið greiðir þremur stúlkum 30 milljónir í bætur vegna bólusetningar Heimir Már Pétursson skrifar 27. mars 2015 19:25 Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkið hefur greitt þremur ungum stúlkum um tíu milljón krónur hverri í bætur vegna þess að þær fengu drómasýki eftir að hafa farið í bólusetningu við svínainfluensu. Lögmaður stúlknanna segir bætur sem þessar mun hærri á hinum Norðurlöndunum en stúlkurnar eru allar öryrkjar vegna sjúkdómsins og þurfa að sofa í tíma og ótíma. Þrjár stúlkur á aldrinum fjórtán til fimmtán ára fóru í bólusetningu við svínainflúensu eins og mikill fjöldi fólks gerði veturinn 2009 til 2010. Fljótleg upp úr því greindust þær með drómasýki sem lýsir sér m.a. í mikilli svefnþörf. Fjölskyldur þeirra leituðu eftir lögfræðiaðstoð árið 2012 þegar talið var að rekja mætti veikina til bólusetningarinnar. „Það var mikill faraldur; búist við miklum svínaflensufaraldri, og það var rekinn stífur áróður fyrir því að fólk fengi þessar sprautur. Og það voru 125 þúsund einingar minnir mig af bóluefninu sem komu til landsins,“ segir Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem sótti mál stúlknanna þriggja. Talið er að stúlkurnar hafi haft undirliggjandi veikleika fyrir drómasýki sem bóluefnið síðan kallaði fram og eru tilvik sem þessi þekkt víða um heim til að mynda á Norðurlöndunum.Og þar brugðust yfirvöld öllu hraðar við en þau íslensku?„Já. Þar voru mjög fljótlega viðurkennd þessi tengsl og það voru greiddar sjúklingatryggingabætur þá fljótlega,“ segir Lára. Stúlkunum hér var hins vegar neitað um bætur þegar eftir þeim var sótt. Á Íslandi eru lög, kennd við Karvel Pálmason fyrrverandi alþingismann, sem tryggja eiga fólki sem verður fyrir skakkaföllum á heilbrigðisstofnunum bætur. En það hefur tekið þrjú ár að fá greiðslurnar til stúlknanna sem nú hefur loks verðið greiddar um tíu milljónir hverri stúlku. Þær eru að auki 75 prósent öryrkjar vegna sjúkdómsins, sem er hámarks örorka. „Og það má nefna að það er eitt ár síðan að ljóst varð að þessar bætur yrðu greiddar. En þá fór í gang þetta mat á örorku þessara einstaklinga og þetta matsferli tók heilt ár,“ segir Lára. Stúlkurnar munu að öllum líkindum þurfa að taka mikið af lyfjum það sem eftir er ævinnar nema ný lyf og lækning finnist. Líf þeirra er mikið frábrugðið lífi venjulegs fólks t.d. varðandi svefn.Hver er munurinn á þeim og okkur hvað þetta varðar?„Ég get kannski ekki alveg lýst því en einhver var að nefna að viðkomandi gæti ekki verið án svefns lengur en í nokkrar klukkustundir. Þrjár til fjórar klukkustundir.“Í senn?„Já,“ segir Lára V. Júlíusdóttir
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira