Wu-Tang Clan á leiðinni til Íslands í júní Kjartan Atli Kjartansson skrifar 28. mars 2015 10:49 Wu-Tang á tónleikum. Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Rappsveitin Wu-Tang Clan er á leið til landsins í júní. Sveitin verður þá á tónleikaferðalagi um Evrópu og herma heimildir Fréttablaðsins að samningar hafi náðst við sveitina um að spila hér á landi. Ekki hefur fengist staðfest hvar sveitin mun troða upp. Wu-Tang Clan hefur áður boðað komu sína til landsins, en þurfti frá að hverfa vegna þess að einn meðlimur sveitarinnar, Ol’ Dirty Bastard, meiddist skömmu fyrir tónleikana. Sveitin fer í tónleikaferðalag í júní og fer þá meðal annars til Írlands, Englands og Noregs, auk þess að koma hingað til lands. Allir meðlimir sveitarinnar munu vera með á ferðlaginu en alls eru rapparar sveitarinnar átta talsins. Áður hafa tveir meðlimir hennar, þeir Raekwon og Ghostface Killah, troðið upp hér á landi. Raekwon spilaði á Gauki á Stöng árið 2004 og Ghostface Killah lék á Nasa árið 2011. Wu-Tang Clan var stofnuð árið 1992 og hefur sveitin gefið út sex breiðskífur. Fyrsta plata sveitarinnar, Enter The Wu-Tang (36 chambers), og Wu-Tang Forever nutu mestra vinsælda. Sú fyrrnefnda kom út árið 1993 og sú síðarnefnda 1997. Plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka. Vinsældir hennar voru svo miklar að heil fatalína var gerð í nafni hennar og kallaðist Wu Wear. Einnig var gefinn út tölvuleikur með meðlimunum og hafa sumir þeirra einnig látið að sér kveða í kvikmyndaheiminum. Sveitin, sem er frá Staten Island í New York, lét lítið fyrir sér fara í nokkur ár, á meðan meðlimir hennar deildu innbyrðis. Nú hafa þeir grafið stríðsöxina og gáfu út plötuna A Better Tomorrow í fyrra, sem náði 29. sæti Billboard-listans yfir sölutölur fyrstu viku eftir útgáfu. Sveitin vakti svo athygli þegar hún gaf út plötuna Once Upon a Time in Shaolin í fyrra. Hún lét aðeins framleiða eitt eintak sem er í geymslu í Marokkó. Eintakið verður selt á uppboði í ár og er talið að kaupverðið geti hlaupið á milljónum Bandaríkjadala.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira