Enski boltinn

Fer Di María bara í eins leiks bann þrátt fyrir að toga í treyju dómarans?

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Ángel Di María, leikmaður Manchester United, var rekinn af velli í bikartapi liðsins gegn Arsenal í gærkvöldi þegar hann fékk tvö gul spjöld með nokkurra sekúndna millibili.

Di María fékk fyrra gula spjaldið á 77. mínútu fyrir dýfu og það síðara fyrir að toga í treyju Michaels Olivers dómara þegar hann var ósáttur við dóminn.

Sjá einnig:Arsenal sló Manchester United út | Sjáið Welbeck afgreiða sína gömlu félaga

Enska knattspyrnusambandið tekur vanalega hart á því þegar dómarar eru áreittir á þennan hátt, en Oliver gaf Di María þó aðeins annað gult spjald en ekki breint rautt.

„Ég vona að refsingin verði ekki of hörð því Di María rétt snerti Oliver og það gerði hann frekar í pirringin en sem einhverja árás,“ segir Graham Poll, fyrrverandi úrvalsdeildardómari, um atvikið.

„Þar sem Oliver gaf honum annað gult spjald fyrir seinna atvikið er ólíklegt að sambandið refsi Di María frekar.“ bætir Poll við.

Sjá einnig:Keane: Varnarleikur Valencia og Blind til háborinnar skammar | Myndband

Oftar en ekki lætur knattspyrnusambandið það standa sem dómarinn ákveður á vellinum. Gefi dómarar til dæmis gult spjald fyrir brot sem annars verðskuldar þriggja leikja bann sé það skoðað á myndbandsupptöku fer viðkomandi oftar en ekki aðeins í eins leiks bann.

En nú er bara að sjá hvort enska sambandið refsi Di María og gefi honum fleiri leiki í bann fyrir að koma við dómarann sem ekki er liðið á Englandi.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Við töpuðum þessum leik sjálfir

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vinnur ekki titil á sínu fyrsta ári hjá félaginu en það er ljóst eftir að Arsenal sló United út úr enska bikarnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×