Enski boltinn

„Greyið Falcao hlýtur að hugsa: Hvað er ég að gera hérna?“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Radamel Falcao sat allan tímann á bekknum í gær.
Radamel Falcao sat allan tímann á bekknum í gær. vísir/getty
„Það er ótrúlegt að Louis van Gaal hafi ekki sett Radamel Falcao inn á þegar Manchester United var 2-1 undir gegn Arsenal í átta liða úrslitum bikarsins.“

Þetta skrifar Jamie Redknapp, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og sparkspekingur Sky Sports, í pistli sínum á vefsíðu Daily Mail í dag.

Sjá einnig:Arsenal sló Manchester United út | Sjáið Welbeck afgreiða sína gömlu félaga

Manchester United er úr leik í bikarnum og á nú enga von á titli á fyrsta tímabili Hollendingsins við stjórnvölinn hjá liðinu.

Danny Welbeck kom Arsenal í 2-1 um miðjan seinni hálfleikinn í gær, en Van Gaal notaði tvær skiptingar í hálfleik og setti þá Michael Carrick og Phil Jones inn á.

„Greyið Falcao hlýtur að hugsa: Hvað er ég að gera hérna?“ segir Redknapp.

„Ég veit að hann er ekki leikmaðurinn sem United hélt sig vera að fá, en er það ekki undir knattspyrnustjóranum komið að fá það besta út úr honum?“

Sjá einnig:Keane: Varnarleikur Valencia og Blind til háborinnar skammar | Myndband

„Markaskorarar breyta leikjum en í staðinn elti United leikinn með Daley Blind og Michael Carrick sem eru báðir varnarsinnaðir miðjumenn. Þá hlýtur nú að vera betra að nota Falcao.“

„United ógnaði Arsenal ekki eftir að Danny Welbeck skoraði sigurmarkið og nú er það lið Arsene Wengers sem er komið í undanúrslitin á Wembley,“ segir Jamie Redknapp.


Tengdar fréttir

Van Gaal: Við töpuðum þessum leik sjálfir

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vinnur ekki titil á sínu fyrsta ári hjá félaginu en það er ljóst eftir að Arsenal sló United út úr enska bikarnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×