Enski boltinn

Van Gaal: Við töpuðum þessum leik sjálfir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal og Ryan Giggs.
Louis van Gaal og Ryan Giggs. Vísir/Getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vinnur ekki titil á sínu fyrsta ári hjá félaginu en það er ljóst eftir að Arsenal sló United út úr enska bikarnum í kvöld.

„Ég sagði strákunum inn í klefa að við höfum gefið þeim þetta og það eru mestu vonbrigðin. Við áttum fyrsta færið í seinni hálfleik en svo gáfum við þeim mark," sagði Louis van Gaal.

„Mótherjar okkar unnu ekki í kvöld, við töpuðum þessum leik sjálfir. Við spiluðum til sigurs og ætluðum að komast í undanúrslitin," sagði Van Gaal.

„Ég hef sagt það að efstu fjögur sætin eru forgangsverkefni en allir leikmenn vilja vinna titla og nú getum við það ekki lengur," sagði Van Gaal.

Angel Di Maria fékk rautt spjald fyrir að toga í treyju dómarans í seinni hálfleik. „Hann snerti dómarann og það er bannað í öllum löndum. Hann hefur enga afsökun," sagði Van Gaal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×