Enski boltinn

Arsenal sló Manchester United út | Sjáið Welbeck afgreiða sína gömlu félaga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck fagnaði markinu á mótinu sínu gömlu félögum.
Danny Welbeck fagnaði markinu á mótinu sínu gömlu félögum. Vísir/Getty
Arsenal er komið áfram í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-1 sigur á tíu mönnum Manchester United á Old Trafford í átta liða úrslitunum í kvöld.

Danny Welbeck skoraði sigurmarkið á móti sínum gömlu félögum í United þegar hann nýtti sér vel varnarmistök Antonio Valencia sem átti misheppnaða sendingu aftur til David de Gea markvarðar.

Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Old Trafford síðan árið 2006 eða í tæpan áratug. Stuðningsmenn Arsenal voru því búnir að bíða lengi eftir þessum sigri.

Arsenal er ríkjandi bikarmeistari og með þessum sigri er orðið ljóst að Manchester United vinnur ekki titil á fyrsta tímabili hollenska stjórans Louis van Gaal því ekki á liðið raunhæfa möguleika á enska meistaratitlinum.

Ángel Di María fékk rauða spjaldið á 77. mínútu fyrir toga í treyju dómarans Michael Oliver og United-liðið þurfti því að spila manni færri síðustu þrettán mínúur leiksins.

Nacho Monreal kom Arsenal í 1-0 á 25. mínútu eftir frábæran undirbúning Alex Oxlade-Chamberlain en Wayne Rooney jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar með skutluskalla eftir fyrirgjöf Ángel Di María.

Michael Oliver, dómari leiksins, var ekki vinsælasti maðurinn hjá stuðningsmönnum United. Hann rak Ángel Di María útaf með rautt spjald, spjaldaði United-menn oftar en einu sinni fyrir leikaraskap og spjaldaði síðan ekki Héctor Belleríc á 65. mínútu sem hefði þýtt rautt spjald fyrir Spánverjann.

David de Gea, markvörður Manchester United, bjargaði sínu liði nokkrum sinnum með frábærum markvörslum en hann náði ekki að bjarga sínu liði.

Nacho Monreal kemur Arsenal yfir Rooney jafnar fyrir Manchester United Welbeck skorar á móti sínum gömlu félögum Di María fékk rauða spjaldið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×