Innlent

Mikil röskun á flugi vegna veðurs: „Fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið mjög erfiður vetur“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Farþegaþotur Icelandair þurftu að lenda á Reykjavíkurflugvelli um helgina vegna veðurs.
Farþegaþotur Icelandair þurftu að lenda á Reykjavíkurflugvelli um helgina vegna veðurs. Vísir/Aðalsteinn
Mikil röskun verður á flugi í dag vegna afar slæmrar veðurspár. Mikil seinkun er á vélum Icelandair frá Evrópu auk þess sem flugfélagið hefur aflýst 12 ferðum.

„Þetta eru bara aðgerðir til þess að draga úr sem mest úr þessari röskun sem er fyrirsjáanleg vegna veðurs,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en miklar breytingar eru á flugi flugfélagsins í dag vegna veðurs.

Mikið hefur verið talað um að þetta sé einn versti vetur í áraraðir. Aðspurður um áhrif veðursins á Icelandair segir Guðjón:

„Ég held að það sé alveg óhætt að segja, án þess að ég hafi nákvæmar tölur um það, að þá hefur verið meiri röskun á flugi í vetur en undanfarna vetur. Það fer ekkert á milli mála að þetta hefur verið mjög erfiður vetur hvað þetta varðar.“

Breytt tímaáætlun flugvéla Icelandair vegna veðurs:

Allar tímasetningar eru að staðartíma

  • FI212 brottför frá Keflavik kl. 13:30 - lendir í Kaupmannahöfn kl. 17:15
  • FI307 brottför frá Stockhólmi kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 23:10 
  • FI451 brottför frá London Heathrow kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 22:40
  • FI501 brottför frá Amsterdam kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 23:00 
  • FI471 brottför frá London Gatwick kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 22:50
  • FI543 brottför frá París kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 23:15 
  • FI319 brottför frá Osló kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 22:45 
  • FI431 brottför frá Glasgow kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 22:00 
  • FI533 brottför frá Munich kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 23:50 
  • FI521 brottför frá Frankfurt kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 23:30
  • FI205 brottför frá Kaupmannahöfn kl. 20:00 - lendir í Keflavík kl. 23:15 
Þá hefur eftirfarandi flugum hefur verið aflýst:

  • FI454/FI455 til og frá London Heathrow 
  • FI615/FI614 til og frá New York (JFK flugvöllur) 
  • FI645/FI644 til og frá Washington 
  • FI623/FI622 til og frá New York (Newark flugvöllur) 
  • FI681 til Seattle frá Keflavík þann 10. mars 
  • FI680 frá Seattle til Keflavíkur þann 11. mars 
  • FI671 til Denver frá Keflavík þann 10. mars 
  • FI670 frá Denver til Keflavíkur þann 11. Mars
Komum véla WOW air annars vegar frá London og hins vegar frá Berlín verið frestað:

  • WW202 frá London Gatwick – lendir í Keflavík kl. 18
  • WW122 frá Berlín Schoenefeld – lendir í Keflavík kl. 18:10
Fylgjast má með komum og brottförum millilandaflugs á vefsíðu Keflavíkurflugvallar.

Auk þessa hefur öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands verið aflýst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×