Lífið

Zoolander og Hansel stigu á pall

Samúel Karl Ólason skrifar
Zoolander og Hansel.
Zoolander og Hansel. Vísir/AP

Leikararnir Ben Stiller og Owen Wilson komu gestum tískusýningar í París í dag á óvart. Leikararnir stigu á pall í lok sýningarinnar sem karakterarnir Derek Zoolander og Hansel McDonald úr myndinni Zoolander.

Á vef NYMag segir að Stiller hafi tekið síma Vine-stjörnunnar og Íslandsvinarins Jerome Jarre til að taka selfie.

Sýningargestir hafa lýst atvikinu sem klassísku „Walk off“ og bláu stáli var flassað grimmt. Þrátt fyrir að 14 ár séu liðin frá því að Zoolander kom út er ljóst að þeir félagar hafa engu gleymt.

Óhætt er að segja að þeir félagar Stiller og Wilson hafi stolið senunni, en þeir vinna nú að gerð annarrar kvikmyndar um Zoolander, en tökur hefjast í vor.

Blátt stál. Mynd/Vogue.com

Backstage with #DerekZoolander, Hansel and Anna Wintour #Zoolander2 #linkinbio

A photo posted by Valentino (@maisonvalentino) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.