Enski boltinn

Bardsley kýldi Rooney í jörðina | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney og Bardsley í leik United og Sunderland 2009.
Rooney og Bardsley í leik United og Sunderland 2009. vísir/getty
Afar athyglisvert myndband lak á veraldarvefinn í dag, en þar sjást Wayne Rooney, framherji Manchester United og Phil Bardsley, varnarmaður Stoke, vera að berjast í heimahúsi.

Talið er að myndbandið hafi verið tekið upp degi eftir tap United gegn Swansea í febrúar, en undir lok myndbandsins tekur Bardsley nokkuð þungt högg á Rooney sem endar með því að hann fellur harkalega til jarðar.

„Við grínumst með þetta, en hann hafði getað meitt sig. Án þess að ætla vera of dramatískur þá hefði hann jafnvel getað dáið," sagði Jeremy Cross, blaðamaður Daily Star.

„Þetta lítur út fyrir að vera marmaragólf, svo þetta er stórhættulegt. Þetta er galið af manni að hans stærðargráðu."

„Ég myndi elska að sjá hvað hafi farið í gegnum höfuðuð á Roy Hodgson landsliðsþjálfara þegar hann tók upp blöðin í morgun og sá þessa frétt," sagði Cross við Sunday Supplement sjónvarsþáttinn.

Manchester United mætir Tottenham í dag, en athyglisvert verður að sjá hvort þetta atvik muni draga einhvern dilk á eftir sér. Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×