Innlent

Mótmælendur hópast á Austurvöll

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á sjötta þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin.
Á sjötta þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin. Vísir/Atli
Talsverður fjöldi fólks er mættur á Austurvöll til að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum. Tilkynnt var um það á fimmtudag að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefði afhent forseta ráðherraráðs sambandsins bréf þar sem fram kæmi að Ísland vildi ekki vera álitið umsóknarríki. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er talið að yfir sjö þúsund manns séu á staðnum en um fimm þúsund og fimm hundruð höfðu boðað komu sína á mótmælin í dag. Þau eru önnur mótmælin sem fara fram á Austurvelli eftir að upplýst var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á fimmtudag. 

Fundarstjóri verður Sif Traustadóttir en meðal ræðumanna eru Illugi Jökulsson rithöfundur og Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Austurvelli í gegnum vefsíðu Mílu.

Sumir mættu með skilti.Vísir/Atli
Vísir/Atli
Tónlistarmaðurinn KK hitaði upp fólkið fyrir mótmælafundinn.Vísir/Atli
Mótmælendurnir safnast saman fyrir utan Alþingishúsið.Vísir/Atli
Fjölmenni er á Austurvelli.Vísir/Atli
Vísir/Atli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×