Fékk ekki að fljúga í dag út af óveðrinu í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:38 Anna Kristín missti af skírn barnabarns síns vegna mistaka hjá Icelandair. Vísir/Pjetur Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag. Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag.
Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira