Segir mikið af fíkniefnum í umferð á Vogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 11:19 Aðalsteinn braut reglurnar á Vogi þegar hann neytti rítalíns þar á meðan hann var í meðferð. Vísir/Stefán/Einar Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira