Enski boltinn

Evans í sex leikja bann fyrir hrákann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cissé og Evans fara báðir í langt bann.
Cissé og Evans fara báðir í langt bann. vísir/getty
Jonny Evans, varnarmaður Manchester United, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hrækja á Papiss Cissé, framherja Newcastle, í leik liðanna á miðvikudaginn.

Cissé hrækti einnig á Evans og fékk sjö leikja bann fyrir. Senegalinn fær aukaleik í bann sökum þess að hann hefur áður verið dæmdur í bann á tímabilinu.

Hvorki Anthony Taylor, dómari leiksins, né aðstoðarmenn hans sáu atvikið en það náðist á myndbandi.

Evans lýsti yfir sakleysi sínu en enska knattspyrnusambandið tók þau rök ekki gild. Norður-Írinn hefur ekki rétt til að áfrýja.

Bannið tekur strax gildi en Evans missir bikarleiknum gegn Arsenal á mánudaginn, deildarleikjum gegn Tottenham, Liverpool, Aston Villa, Manchester City og svo annað hvort deildarleik gegn Chelsea eða leik í undanúrslitum bikarkeppninnar.

Cissé missir af deildarleikjum gegn Everton, Arsenal, Sunderland, Liverpool, Tottenham, Swansea og Leicester.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×