Enski boltinn

Arsenal upp í 3. sætið | Sjáðu allt það helsta úr leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mörk frá Santí Cazorla og Oliver Giroud tryggðu Arsenal sigur á Crystal Palace á Selhurst Park í dag. Lokatölur 1-2, Arsenal í vil.

Með sigrinum komst Arsenal upp í 3. sæti deildarinnar. Lærisveinar Arsene Wenger eru með 48 stig, jafnmörg og Manchester United sem gerði jafntefli við Swansea á sama tíma í dag. Swansea getur þó komist upp fyrir bæði lið með sigri á Liverpool á morgun.

Cazorla skoraði fyrra markið á 8. mínútu úr vítaspyrnu sem dæmd var á Pape Souaré fyrir brot á Danny Welbeck.

Welbeck var aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleik þegar hann átti skot sem Julian Speroni varði. Argentínumaðurinn hélt hins vegar ekki boltanum og Giroud potaði boltanum í netið. Þetta var 8. deildarmark Frakkans í vetur.

Varamaðurinn Glenn Murray minnkaði muninn á lokamínútunni en nær komust lærisveinar Alans Pardew ekki. Lokatölur 1-2, Arsenal í vil.

Crystal Palace er í 13. sæti með 27 stig, jafnmörg og Everton og West Brom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×