Enski boltinn

Fjör í Guttagarði | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romelu Lukaku skýtur yfir úr besta færi Everton í fyrri hálfleik
Romelu Lukaku skýtur yfir úr besta færi Everton í fyrri hálfleik vísir/getty
Everton og Leicester City skildu jöfn, 2-2, á Goodison Park í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var mjög fjörugur og mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri en fjögur. Þau má sjá hér að neðan.

Fyrri hálfleikur var reyndar markalaus en á 57. mínútu kom Skotinn Steven Naismith Everton yfir með sínu 7. marki á leiktíðinni.

Sex mínútum síðar jafnaði David Nugent metin, aðeins mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Á 70. mínútu kom argentínski reynsluboltinn Esteban Cambiasso Refunum yfir og virtist ætla að tryggja þeim mikilvæg þrjú stig í botnbaráttunni.

En þegar tvær mínútur voru til leiksloka setti Matt Upson boltann í eigið mark eftir skalla Romelus Lukaku.

Everton er í 12. sæti með 28 stig, sex stigum frá fallsæti. Leicester er hins vegar í vondum málum í neðsta sæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti.

Everton 1-0 Leicester Everton 1-1 Leicester Everton 1-2 Leicester Everton 2-2 Leicester



Fleiri fréttir

Sjá meira


×