Lífið

Óskarsverðlaunin í nótt: Jóhann talinn sigurstranglegastur

Bjarki Ármannsson skrifar
Jóhann Jóhannsson við frumsýningu The Theory of Everything.
Jóhann Jóhannsson við frumsýningu The Theory of Everything. Vísir/FilmMagic
Óskarsverðlaunin eftirsóttu verða veitt í 87. sinn í nótt í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson er tilnefndur fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything og telja miðlar á borð við The Hollywood Reporter að Jóhann sé sigurstranglegastur í sínum flokki.

Jóhann hlaut sem kunnugt er Golden Globe verðlaunin fyrir sama verk fyrr á árinu. Ef hann hlýtur svo náð akademíunnar í kvöld, verður hann fyrstur Íslendinga til að taka á móti Óskarsverðlaunum.

Vísir mun fylgjast með verðlaunaafhendingunni á Twitter í alla nótt og bíður áhugamönnum um kvikmyndir og fræga fólkið að tísta með.  Útsending frá rauða dreglinum hefst á RÚV klukkan 23.55 en frá verðlaunaafhendingunni sjálfri klukkan 01.30. Kynnir verður leikarinn Neil Patrick Harris.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×