Lífið

Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti

Kjartan Atli Kjartansson og Þorbjörn Þórðarson skrifa
Tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson kíktu í heimsókn í hlaðvarpið Hiphop og Pólitík. 

Í þættinum ræða þingmaðurinn og rapparinn um ríkisvædda mismunun milli trúarbragða, félagslegt réttlæti, frelsi undan oki okri og ósanngirni stórfyrirtækja, órökstudda hræðslu gagnvart fólki af ólíkum trúarbrögðum, menntakerfið, þá áþján sem minnihlutahópar þurfa að þola í samfélaginu og úrvals hip hop tónlist.

Einnig var glænýtt lag Erps Evindarsonar frumflutt í þættinum. Eins og kemur fram er lagið svo nýtt að Erpur hefur ekki enn fundið nafn á það. Lagið er pólítískt mjög og fær Erpur rapparann Class B úr Forgotten Lores með sér í lið.

Spjallið við Helga og Erp má heyra hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×