Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2015 13:10 Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu. Menn kunna ekki að skýringar á því hvernig það má vera að Íslendingar nota mest allra í Evrópu af þunglyndislyfjum. Vísir Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira