Íslendingar skæðustu lyfjaneytendur í heimi Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2013 11:50 Magnús Jóhannsson: Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár. Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira