„Gerum netið betra saman“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 11:43 vísir/valli Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag. Þemað í ár er: „Gerum netið betra saman“ og munu netöryggismiðstöðvar þrjátíu Evrópuþjóða og yfir 100 þjóða um heim allan standa að skipulagðri dagskrá í dag. SAFT vekur athygli á nýju fræðsluefni í tilefni dagsins og hvetur alla skóla landsins til að fjalla um netöryggi í dag og nýta það efni sem til er á síðunni. Þar er meðal annars að finna gagnvirkt efni fyrir öll stig grunnskóla, upplýsingahefti fyrir foreldra og börn um miðlanotkun, námsefni um hatursorðræðu á netinu, notkun snjalltækja, samfélagsmiðla og ýmislegt fleira. Umræða um neteinelti og –öryggi hefur verið töluverð að undanförnu, en um það er meðal annars fjallað á vefsíðu SAFT. Ísland í dag sagði á dögunum sögu ungrar stúlku, Snædísar Birtu Ásgeirsdóttur, sem varð fyrir grimmu einelti sem að stórum hluta fór fram á veraldarvefnum. Selma Björk Hermannsdóttir á svipaða sögu að segja en frá því var greint á Vísi. Slíkt einelti kallast í dag „nútímaeinelti“ en eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukana og orðið grófara. Ýmsar upplýsingar neteinelti má finna á fyrrgreindri vefsíðu. Þá var jafnframt greint frá því á Vísi í vikunni að myndböndum af slagsmálum íslenskra barna hefði farið í dreifingu á netið. Sérstakri síðu var haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmennin deila myndböndum af slagsmálum. Upplýsingarit um samfélagsmiðla má sjá á vef SAFT. Snædís Birta Ásgeirsdóttir sagði sögu sína í Íslandi í dag. Þar var rætt við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. 'Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra 'rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Tengdar fréttir Tilbúin að fyrirgefa Snædís Birta Ásgeirsdóttir hefur orðið fyrir grimmu ofbeldi síðustu fimm ár í formi eineltis. 6. janúar 2015 23:54 Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag. Þemað í ár er: „Gerum netið betra saman“ og munu netöryggismiðstöðvar þrjátíu Evrópuþjóða og yfir 100 þjóða um heim allan standa að skipulagðri dagskrá í dag. SAFT vekur athygli á nýju fræðsluefni í tilefni dagsins og hvetur alla skóla landsins til að fjalla um netöryggi í dag og nýta það efni sem til er á síðunni. Þar er meðal annars að finna gagnvirkt efni fyrir öll stig grunnskóla, upplýsingahefti fyrir foreldra og börn um miðlanotkun, námsefni um hatursorðræðu á netinu, notkun snjalltækja, samfélagsmiðla og ýmislegt fleira. Umræða um neteinelti og –öryggi hefur verið töluverð að undanförnu, en um það er meðal annars fjallað á vefsíðu SAFT. Ísland í dag sagði á dögunum sögu ungrar stúlku, Snædísar Birtu Ásgeirsdóttur, sem varð fyrir grimmu einelti sem að stórum hluta fór fram á veraldarvefnum. Selma Björk Hermannsdóttir á svipaða sögu að segja en frá því var greint á Vísi. Slíkt einelti kallast í dag „nútímaeinelti“ en eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukana og orðið grófara. Ýmsar upplýsingar neteinelti má finna á fyrrgreindri vefsíðu. Þá var jafnframt greint frá því á Vísi í vikunni að myndböndum af slagsmálum íslenskra barna hefði farið í dreifingu á netið. Sérstakri síðu var haldið úti á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem ungmennin deila myndböndum af slagsmálum. Upplýsingarit um samfélagsmiðla má sjá á vef SAFT. Snædís Birta Ásgeirsdóttir sagði sögu sína í Íslandi í dag. Þar var rætt við Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, sem segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. 'Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra 'rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda.
Tengdar fréttir Tilbúin að fyrirgefa Snædís Birta Ásgeirsdóttir hefur orðið fyrir grimmu ofbeldi síðustu fimm ár í formi eineltis. 6. janúar 2015 23:54 Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tilbúin að fyrirgefa Snædís Birta Ásgeirsdóttir hefur orðið fyrir grimmu ofbeldi síðustu fimm ár í formi eineltis. 6. janúar 2015 23:54
Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent