Ekki lengur ein og útskúfuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 17:23 Selma Björk hefur fengið ótal andstyggilegar athugasemdir um útlit sitt í gegnum tíðina Mynd/Selma Björk Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk
Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira