Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2015 14:06 Verjendur í verðsamráðsmálinu. Vísir/Vilhelm „Ég skil enn ekki þessa ákæru fjórum árum seinna,“ sagði verslunarstjóri timburverslunar Byko við framhald aðalmeðferðar í máli embættis sérstaks saksóknara tólf stafsmönnum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Verslunarstjóri timburverslunar Byko neitaði að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða.„Eðlilegan þátt í verslunarrekstri“ „Verðkannanir eru notaðar til að sjá hvar við stöndum gagnvart samkeppnisaðilanum sem ég tel eðlilegan þátt í verslunarrekstri,“ sagði verslunarstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um meint brot sem áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011. Eru starfsmennirnir sakaðir um skipulagða upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Verðkannanirnar sem verslunarstjórinn vísaði til voru símtöl á milli starfsmanns í timburverslun Byko og starfsmann Húsasmiðjunnar en þeir hringdust reglulega á og gáfu upp verð á rúmlega hundrað vörunúmerum. Verslunarstjórinn segir Byko hafa hætt þessum verðkönnunum eftir að starfsmennirnir höfðu verið handteknir. Þegar saksóknari spurði verslunarstjórann hvers vegna þeir hefðu hætt verðkönnunum svaraði hann: „Þið voruð komnir inn og gerðuð þetta grunsamlegt. Auðvitað hættum við.“Dró fram hleraða skipun Saksóknari spurði verslunarstjórann hvort hann hefði fengið skipanir um að hætta þessum verðkönnunum sagðist verslunarstjórinn ekki muna það. Dró saksóknari þá fram upptöku af símtali verslunarstjórans við yfirmann hans sem embættið hafði hlerað við rannsókn málsins. „Er ekki alveg klárt að við gerum ekki verðkannanir með sama hætti,“ heyrðist yfirmaðurinn spyrja verslunarstjórann í hleraða símtalinu. Yfirmaðurinn heyrðist segja ekki yrði lengur hafður þannig háttur á að menn hringi persónulega í samkeppnisaðilann. Núna ætti að hringja með númerleynd og taka fimm stikk prufur. „Eins og þetta var gert í hérna í denn,“ sagði yfirmaðurinn og bætti við: „Við höfum verið too much í cutting corners,“ sagði yfirmaðurinn við verslunarstjórann í símtalinu sem embætti sérstaks saksóknara hleraði.„Við létum þetta bara deyja“ Eftir að hafa spilað þessa upptöku í réttarsal spurði saksóknari hvort verslunarstjórinn muni eftir þessu símtali. Svaraði verslunarstjórinn því játandi og sagði Byko hafa farið yfir málið eftir handtökurnar og hefði sú ákvörðun verið tekin að „salta“ þessar kannanir í bili. Verslunarstjórinn var spurður hvort hann hefði framkvæmt verðkannanir eftir símtali frá yfirmanninum og svaraði verslunarstjórinn því neitandi. „Við létum þetta bara deyja, sagði verslunarstjórinn og var spurður hvers vegna. „Ég hafði bara ekki áhuga á því eftir handtökur og annað.“ Dómarinn spurði verslunarstjórann hvort hann hefði sagt að hann hefði ekki látið þessar breytingar ganga í gegn eftir símtal yfirmannsins. Verslunarstjórinn svaraði því neitandi. Dómarinn spurði hvað hefði gerst hefði hann hringt í starfsmennina og sagt þeim að gera könnun. „Að öllum líkindum hefði það verið gert,“ svaraði verslunarstjórinn. Aðalmeðferð í málinu verður framhaldið á næstunni. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Ég skil enn ekki þessa ákæru fjórum árum seinna,“ sagði verslunarstjóri timburverslunar Byko við framhald aðalmeðferðar í máli embættis sérstaks saksóknara tólf stafsmönnum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Verslunarstjóri timburverslunar Byko neitaði að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða.„Eðlilegan þátt í verslunarrekstri“ „Verðkannanir eru notaðar til að sjá hvar við stöndum gagnvart samkeppnisaðilanum sem ég tel eðlilegan þátt í verslunarrekstri,“ sagði verslunarstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um meint brot sem áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011. Eru starfsmennirnir sakaðir um skipulagða upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Verðkannanirnar sem verslunarstjórinn vísaði til voru símtöl á milli starfsmanns í timburverslun Byko og starfsmann Húsasmiðjunnar en þeir hringdust reglulega á og gáfu upp verð á rúmlega hundrað vörunúmerum. Verslunarstjórinn segir Byko hafa hætt þessum verðkönnunum eftir að starfsmennirnir höfðu verið handteknir. Þegar saksóknari spurði verslunarstjórann hvers vegna þeir hefðu hætt verðkönnunum svaraði hann: „Þið voruð komnir inn og gerðuð þetta grunsamlegt. Auðvitað hættum við.“Dró fram hleraða skipun Saksóknari spurði verslunarstjórann hvort hann hefði fengið skipanir um að hætta þessum verðkönnunum sagðist verslunarstjórinn ekki muna það. Dró saksóknari þá fram upptöku af símtali verslunarstjórans við yfirmann hans sem embættið hafði hlerað við rannsókn málsins. „Er ekki alveg klárt að við gerum ekki verðkannanir með sama hætti,“ heyrðist yfirmaðurinn spyrja verslunarstjórann í hleraða símtalinu. Yfirmaðurinn heyrðist segja ekki yrði lengur hafður þannig háttur á að menn hringi persónulega í samkeppnisaðilann. Núna ætti að hringja með númerleynd og taka fimm stikk prufur. „Eins og þetta var gert í hérna í denn,“ sagði yfirmaðurinn og bætti við: „Við höfum verið too much í cutting corners,“ sagði yfirmaðurinn við verslunarstjórann í símtalinu sem embætti sérstaks saksóknara hleraði.„Við létum þetta bara deyja“ Eftir að hafa spilað þessa upptöku í réttarsal spurði saksóknari hvort verslunarstjórinn muni eftir þessu símtali. Svaraði verslunarstjórinn því játandi og sagði Byko hafa farið yfir málið eftir handtökurnar og hefði sú ákvörðun verið tekin að „salta“ þessar kannanir í bili. Verslunarstjórinn var spurður hvort hann hefði framkvæmt verðkannanir eftir símtali frá yfirmanninum og svaraði verslunarstjórinn því neitandi. „Við létum þetta bara deyja, sagði verslunarstjórinn og var spurður hvers vegna. „Ég hafði bara ekki áhuga á því eftir handtökur og annað.“ Dómarinn spurði verslunarstjórann hvort hann hefði sagt að hann hefði ekki látið þessar breytingar ganga í gegn eftir símtal yfirmannsins. Verslunarstjórinn svaraði því neitandi. Dómarinn spurði hvað hefði gerst hefði hann hringt í starfsmennina og sagt þeim að gera könnun. „Að öllum líkindum hefði það verið gert,“ svaraði verslunarstjórinn. Aðalmeðferð í málinu verður framhaldið á næstunni.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22