Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2015 14:06 Verjendur í verðsamráðsmálinu. Vísir/Vilhelm „Ég skil enn ekki þessa ákæru fjórum árum seinna,“ sagði verslunarstjóri timburverslunar Byko við framhald aðalmeðferðar í máli embættis sérstaks saksóknara tólf stafsmönnum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Verslunarstjóri timburverslunar Byko neitaði að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða.„Eðlilegan þátt í verslunarrekstri“ „Verðkannanir eru notaðar til að sjá hvar við stöndum gagnvart samkeppnisaðilanum sem ég tel eðlilegan þátt í verslunarrekstri,“ sagði verslunarstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um meint brot sem áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011. Eru starfsmennirnir sakaðir um skipulagða upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Verðkannanirnar sem verslunarstjórinn vísaði til voru símtöl á milli starfsmanns í timburverslun Byko og starfsmann Húsasmiðjunnar en þeir hringdust reglulega á og gáfu upp verð á rúmlega hundrað vörunúmerum. Verslunarstjórinn segir Byko hafa hætt þessum verðkönnunum eftir að starfsmennirnir höfðu verið handteknir. Þegar saksóknari spurði verslunarstjórann hvers vegna þeir hefðu hætt verðkönnunum svaraði hann: „Þið voruð komnir inn og gerðuð þetta grunsamlegt. Auðvitað hættum við.“Dró fram hleraða skipun Saksóknari spurði verslunarstjórann hvort hann hefði fengið skipanir um að hætta þessum verðkönnunum sagðist verslunarstjórinn ekki muna það. Dró saksóknari þá fram upptöku af símtali verslunarstjórans við yfirmann hans sem embættið hafði hlerað við rannsókn málsins. „Er ekki alveg klárt að við gerum ekki verðkannanir með sama hætti,“ heyrðist yfirmaðurinn spyrja verslunarstjórann í hleraða símtalinu. Yfirmaðurinn heyrðist segja ekki yrði lengur hafður þannig háttur á að menn hringi persónulega í samkeppnisaðilann. Núna ætti að hringja með númerleynd og taka fimm stikk prufur. „Eins og þetta var gert í hérna í denn,“ sagði yfirmaðurinn og bætti við: „Við höfum verið too much í cutting corners,“ sagði yfirmaðurinn við verslunarstjórann í símtalinu sem embætti sérstaks saksóknara hleraði.„Við létum þetta bara deyja“ Eftir að hafa spilað þessa upptöku í réttarsal spurði saksóknari hvort verslunarstjórinn muni eftir þessu símtali. Svaraði verslunarstjórinn því játandi og sagði Byko hafa farið yfir málið eftir handtökurnar og hefði sú ákvörðun verið tekin að „salta“ þessar kannanir í bili. Verslunarstjórinn var spurður hvort hann hefði framkvæmt verðkannanir eftir símtali frá yfirmanninum og svaraði verslunarstjórinn því neitandi. „Við létum þetta bara deyja, sagði verslunarstjórinn og var spurður hvers vegna. „Ég hafði bara ekki áhuga á því eftir handtökur og annað.“ Dómarinn spurði verslunarstjórann hvort hann hefði sagt að hann hefði ekki látið þessar breytingar ganga í gegn eftir símtal yfirmannsins. Verslunarstjórinn svaraði því neitandi. Dómarinn spurði hvað hefði gerst hefði hann hringt í starfsmennina og sagt þeim að gera könnun. „Að öllum líkindum hefði það verið gert,“ svaraði verslunarstjórinn. Aðalmeðferð í málinu verður framhaldið á næstunni. Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
„Ég skil enn ekki þessa ákæru fjórum árum seinna,“ sagði verslunarstjóri timburverslunar Byko við framhald aðalmeðferðar í máli embættis sérstaks saksóknara tólf stafsmönnum Byko, Húsasmiðjunni og Úlfinum. Mennirnir eru sakaðir um verðsamráð til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Verslunarstjóri timburverslunar Byko neitaði að um refsiverða háttsemi hefði verið að ræða.„Eðlilegan þátt í verslunarrekstri“ „Verðkannanir eru notaðar til að sjá hvar við stöndum gagnvart samkeppnisaðilanum sem ég tel eðlilegan þátt í verslunarrekstri,“ sagði verslunarstjórinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun um meint brot sem áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011. Eru starfsmennirnir sakaðir um skipulagða upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Verðkannanirnar sem verslunarstjórinn vísaði til voru símtöl á milli starfsmanns í timburverslun Byko og starfsmann Húsasmiðjunnar en þeir hringdust reglulega á og gáfu upp verð á rúmlega hundrað vörunúmerum. Verslunarstjórinn segir Byko hafa hætt þessum verðkönnunum eftir að starfsmennirnir höfðu verið handteknir. Þegar saksóknari spurði verslunarstjórann hvers vegna þeir hefðu hætt verðkönnunum svaraði hann: „Þið voruð komnir inn og gerðuð þetta grunsamlegt. Auðvitað hættum við.“Dró fram hleraða skipun Saksóknari spurði verslunarstjórann hvort hann hefði fengið skipanir um að hætta þessum verðkönnunum sagðist verslunarstjórinn ekki muna það. Dró saksóknari þá fram upptöku af símtali verslunarstjórans við yfirmann hans sem embættið hafði hlerað við rannsókn málsins. „Er ekki alveg klárt að við gerum ekki verðkannanir með sama hætti,“ heyrðist yfirmaðurinn spyrja verslunarstjórann í hleraða símtalinu. Yfirmaðurinn heyrðist segja ekki yrði lengur hafður þannig háttur á að menn hringi persónulega í samkeppnisaðilann. Núna ætti að hringja með númerleynd og taka fimm stikk prufur. „Eins og þetta var gert í hérna í denn,“ sagði yfirmaðurinn og bætti við: „Við höfum verið too much í cutting corners,“ sagði yfirmaðurinn við verslunarstjórann í símtalinu sem embætti sérstaks saksóknara hleraði.„Við létum þetta bara deyja“ Eftir að hafa spilað þessa upptöku í réttarsal spurði saksóknari hvort verslunarstjórinn muni eftir þessu símtali. Svaraði verslunarstjórinn því játandi og sagði Byko hafa farið yfir málið eftir handtökurnar og hefði sú ákvörðun verið tekin að „salta“ þessar kannanir í bili. Verslunarstjórinn var spurður hvort hann hefði framkvæmt verðkannanir eftir símtali frá yfirmanninum og svaraði verslunarstjórinn því neitandi. „Við létum þetta bara deyja, sagði verslunarstjórinn og var spurður hvers vegna. „Ég hafði bara ekki áhuga á því eftir handtökur og annað.“ Dómarinn spurði verslunarstjórann hvort hann hefði sagt að hann hefði ekki látið þessar breytingar ganga í gegn eftir símtal yfirmannsins. Verslunarstjórinn svaraði því neitandi. Dómarinn spurði hvað hefði gerst hefði hann hringt í starfsmennina og sagt þeim að gera könnun. „Að öllum líkindum hefði það verið gert,“ svaraði verslunarstjórinn. Aðalmeðferð í málinu verður framhaldið á næstunni.
Tengdar fréttir Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið „Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist,” sagði verðkannarinn Húsasmiðjunnar sem ákærður er ásamt ellefu öðrum fyrir verðsamráð. 12. febrúar 2015 11:26
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22