Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Hjörtur Hjartarson skrifar 12. febrúar 2015 19:30 Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“ Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira