Enski boltinn

West Ham sótti leikmann til Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
West Ham gekk í dag frá samningum við Brasilíumanninn Nene sem var án félags eftir að hafa spilað með Al-Gharafa í Katara.

Nene er 33 ára gamall framherji og lék áður með PSG og Monaco áður en hann hélt til Katar árið 2013.

Hann á að fylla í skarð Andy Carroll sem er meiddur á hné og spilar af þeim sökum ekki meira með West Ham á tímabilinu.

„Ég er stoltur af því að koma til West Ham sem er stórt félag og mun ég gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu. Ég hef nú íhugað í nokkra mánuði að koma aftur til Evrópu því að hér er fótboltinn og stemningin mun betri,“ sagði Nene í viðtali á heimasíðu West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×