Erfitt að sjá að reglur á heimavist framhaldsskóla standist lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 14:16 Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi, og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Vísir Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, vakti athygli á reglum heimavistar Framhaldsskólans á Laugum þar sem segir meðal annars að skólameistari, og starfsmenn skólans í umboði hans, hafi aðgang að herbergjum nemenda sem búa á vistinni hvenær sem er til eftirlits. Sambærileg regla gildir á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Þórgnýr veltir því fyrir sér hvort að verið sé að brjóta friðhelgi einkalífs með þessari reglu. „Eins og þetta horfir við mér þá leikur enginn vafi á því að heimavistin er heimili barnanna á meðan þau eru þar. Það fylgja því einfaldlega ákveðin réttindi og friðhelgi. Ísland er meðal annars eitt þeirra landa sem lögfest hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um ákveðinn sjálfsákvörðunarrétt barna og ungmenna í samræmi við aldur og þroska,“ segir Þórgnýr.Vímuefnapróf ákveðin valdbeiting Þá má vísa nemanda af heimavistinni á Laugum ef hann neitar að gangast undir vímuefnapróf. Þórgnýr segist vel skilja það að það sé andstætt reglunum að ungmenni undir lögaldri drekki áfengi en þó telji hann að þeir sem setji reglurnar verði engu að síður að taka tillit til grundvallarréttinda fólks. Einstaklingar eigi til að mynda rétt á því að neita að gangast undir vímuefnapróf. „Ég er þar að auki fylgjandi skaðaminnkandi stefnu þegar kemur að vímuefnum og ég held að það sé ekki hagur neins að reka krakkana úr skólanum ef þau hafa verið að reykja hass eða drekka áfengi, síður en svo. Það er kannski hægt að fara fram á að þau díli eitthvað við það en ég sé þetta vímuefnapróf í rauninni bara sem ákveðna valdbeitingu.“Framhaldsskólinn á Laugum.Þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til að leita í herbergjum nemenda Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, segir að allar reglur um heimavist verði að vera í samræmi við réttindi nemenda sem eigi að sjálfsögðu rétt á friðhelgi til einkalífs eins og aðrir. „Það þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til þess að það sé heimilt að leita í herbergjum nemenda, en engin heimild er til þess í núgildandi lögum. Ég á því erfitt með að sjá að þessar reglur séu í samræmi við lög og réttindi nemenda,“ segir Margrét. Ef grunur vakni hins vegar um refsiverða háttsemi, til dæmis þjófnað eða vörslu fíkniefna, er hægt að hafa samband við lögreglu sem hefur heimild til að framkvæma leit vegna sakamálarannsóknar.Nær að veita nemendum viðeigandi stuðning en að vísa þeim úr skóla Margrét segir að sömu sjónarmið eigi að mörgu leyti við um vímuefnapróf þar sem það samræmist ekki rétti nemenda til friðhelgi einkalífs að það sé hvenær sem er hægt að gera kröfu um að þeir gangist undir slík próf. „Ég velti reyndar fyrir mér hvort það sé yfirhöfuð rétt nálgun að vísa nemendum úr framhaldsskólum eða heimavist ef grunur er að þeir séu undir áhrifum vímuefna. Það væri miklu nær að mínu mati að veita þessum nemendum viðeigandi stuðning og jafnvel hjálpa þeim að komast í meðferð. Rannsóknir sýna að það er mikilvæg forvörn fyrir börn og ungmenni að vera í námi. Ef nemandi er augljóslega undir áhrifum vímuefna og stefnir sjálfum sér eða öðrum í hættu getur þó að sjálfsögðu þurft að bregðast við með því að vísa nemanda frá, að minnsta kosti tímabundið,“ segir umboðsmaður barna. Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, vakti athygli á reglum heimavistar Framhaldsskólans á Laugum þar sem segir meðal annars að skólameistari, og starfsmenn skólans í umboði hans, hafi aðgang að herbergjum nemenda sem búa á vistinni hvenær sem er til eftirlits. Sambærileg regla gildir á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Þórgnýr veltir því fyrir sér hvort að verið sé að brjóta friðhelgi einkalífs með þessari reglu. „Eins og þetta horfir við mér þá leikur enginn vafi á því að heimavistin er heimili barnanna á meðan þau eru þar. Það fylgja því einfaldlega ákveðin réttindi og friðhelgi. Ísland er meðal annars eitt þeirra landa sem lögfest hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um ákveðinn sjálfsákvörðunarrétt barna og ungmenna í samræmi við aldur og þroska,“ segir Þórgnýr.Vímuefnapróf ákveðin valdbeiting Þá má vísa nemanda af heimavistinni á Laugum ef hann neitar að gangast undir vímuefnapróf. Þórgnýr segist vel skilja það að það sé andstætt reglunum að ungmenni undir lögaldri drekki áfengi en þó telji hann að þeir sem setji reglurnar verði engu að síður að taka tillit til grundvallarréttinda fólks. Einstaklingar eigi til að mynda rétt á því að neita að gangast undir vímuefnapróf. „Ég er þar að auki fylgjandi skaðaminnkandi stefnu þegar kemur að vímuefnum og ég held að það sé ekki hagur neins að reka krakkana úr skólanum ef þau hafa verið að reykja hass eða drekka áfengi, síður en svo. Það er kannski hægt að fara fram á að þau díli eitthvað við það en ég sé þetta vímuefnapróf í rauninni bara sem ákveðna valdbeitingu.“Framhaldsskólinn á Laugum.Þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til að leita í herbergjum nemenda Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, segir að allar reglur um heimavist verði að vera í samræmi við réttindi nemenda sem eigi að sjálfsögðu rétt á friðhelgi til einkalífs eins og aðrir. „Það þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til þess að það sé heimilt að leita í herbergjum nemenda, en engin heimild er til þess í núgildandi lögum. Ég á því erfitt með að sjá að þessar reglur séu í samræmi við lög og réttindi nemenda,“ segir Margrét. Ef grunur vakni hins vegar um refsiverða háttsemi, til dæmis þjófnað eða vörslu fíkniefna, er hægt að hafa samband við lögreglu sem hefur heimild til að framkvæma leit vegna sakamálarannsóknar.Nær að veita nemendum viðeigandi stuðning en að vísa þeim úr skóla Margrét segir að sömu sjónarmið eigi að mörgu leyti við um vímuefnapróf þar sem það samræmist ekki rétti nemenda til friðhelgi einkalífs að það sé hvenær sem er hægt að gera kröfu um að þeir gangist undir slík próf. „Ég velti reyndar fyrir mér hvort það sé yfirhöfuð rétt nálgun að vísa nemendum úr framhaldsskólum eða heimavist ef grunur er að þeir séu undir áhrifum vímuefna. Það væri miklu nær að mínu mati að veita þessum nemendum viðeigandi stuðning og jafnvel hjálpa þeim að komast í meðferð. Rannsóknir sýna að það er mikilvæg forvörn fyrir börn og ungmenni að vera í námi. Ef nemandi er augljóslega undir áhrifum vímuefna og stefnir sjálfum sér eða öðrum í hættu getur þó að sjálfsögðu þurft að bregðast við með því að vísa nemanda frá, að minnsta kosti tímabundið,“ segir umboðsmaður barna.
Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira