Enski boltinn

FIFA rannsakar hegðun Sakho og West Ham

Sakho fagnar marki sínu gegn Bristol.
Sakho fagnar marki sínu gegn Bristol. vísir/getty
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun líklega refsa West Ham og leikmanni liðsins, Diafra Sakho.

Sakho gaf ekki kost á sér í landslið Senegal í Afríkukeppnina vegna meiðsla. Hann spilaði aftur á móti með West Ham áður en Senegal datt úr leik í Afríkukeppninni.

Hann kom inn sem varamaður í bikarleik gegn Bristol City og skoraði sigurmarkið. FIFA lítur þetta mál alvarlegum augum.

Knattspyrnusamband Senegal klagaði leikmanninn og West Ham eftir leikinn og sagði að þetta væri hættulegt fordæmi.

Málið verður nú tekið fyrir næstu daga og spurning hvort Sakho verði hreinlega settur í bann vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×