Enski boltinn

Anderson farinn til Brasilíu

Anderson.
Anderson. vísir/getty
Það hefur legið í loftinu lengi að Anderson færi frá Man. Utd og það er nú að gerast.

Brasilíumaðurinn íturvaxni er á heimleið og mun semja við Internacional. Hann kom til Brasilíu um helgina og er búinn að gangast undir læknisskoðun.

Anderson verður svo kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins í dag. Félagið þarf ekki að greiða fyrir hann en Man. Utd þarf að greiða honum nokkurra mánaða laun til að losna við hann.

Þessi 26 ára miðjumaður hefur aldrei náð að standa undir væntingum á Old Trafford.

Hann kom til félagsins árið 2007 og þótti þá vera eitt mesta efnið í boltanum. Síðustu tvö ár hefur hann aðeins spilað tíu leiki fyrir aðallið Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×