Innlent

Rýmdu fjölbýlishús í Fossvogi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Visir(Vilhelm
Sex íbúðir í fjölbýlishúsi við Hörðuland í Reykjavík voru rýmdar um eitt leitið í nótt  eftir að reykur fór að berast upp stigagaanginn frá íbúð í kjallaranum.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru nokkrir íbúar þegar komnir út, en reykkafarar fundu brátt eldinn í eldhúsi kjallaraíbúðarinnar og virtist hann hafa kviknað út frá eldamennsku.

Greiðlega gekk að slökkva hann en sót og reykur höfðu borist um allt. Húsráðandi í íbúðinni var fluttur á slysadeild vegna gruns um reikeitrun og tveir íbúar til viðbótar voru skoðaðir á staðnum, en þurftu ekki frekari aðstoð. Rútubíll var sendur á vettvang til að hýsa íbúana þartil þeir máttu snúa aftur til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×