Enski boltinn

Coutinho framlengdi við Liverpool

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho verður áfram í herbúðum Liverpool næstu árin.

Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2020. Hann kom til félagsins frá Inter fyrir tveim árum síðan á 8,5 milljónir punda.

„Þetta eru frábær tíðindi enda er þessi strákur lítill töframaður með boltann. Hann er líka hugrakkur og ef hann heldur áfram á sömu leið þá verður hann á endanum heimsklassaleikmaður," sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.

Rodgers hefur iðulega sagt að Coutinho hafi sama hlutverk hjá Liverpool og þeir Luka Modric og Toni Kroos hafa hjá Real Madrid. Hann hefur ekki áhyggjur af því hvað Coutinho skorar lítið en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×