Innlent

Þingflokksformaður leitar að bíleiganda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálftæðisflokksins, bakkaði á fólksbíl á bílastæðinu við Kjarna í Mosfellsbæ á sjötta tímanum í gær. Leitar hún eiganda gráa fólksbílsins sem er hugsanlega með skemmd að hennar sögn.

„Í gær um 5:30 á bílastæðinu við Kjarna í Mos þá bakkaði ég aftan á gráan fólksbíl. Á það horfði bílstjóri á svörtum pallbíl. Ég beið dágóða stund en engin kom svo ég skrifaði niður númerið og ætlaði að finna eigandann,“ skrifar Mosfellingurinn á Facebook. Miðinn gufaði hins vegar upp.

„En nú finn ég ekki helv miðann og er algerlega miður mín yfir að hafa ekki bara beðið. En ef þú lagðir gráum fólksbíl miðsvæðis við Kjarna, og ert hugsanlega með skemmd hægra megin að aftan, viltu hafa samband við mig í 8614196 svo ég geti fyllt út fyrir þig tjónaskýrslu?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×