Innlent

„Ætla með ykkur inn í virkt eldfjall“

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/guðbergur
Hinn vinsæli morgunþáttur Good Morning America verður með innslög í beinni útsendingu frá Holuhrauni í dag og hefst útsending klukkan tólf að íslenskum tíma. Sjónvarpsstöðin ABC fékk tilskilin leyfi til að senda frá svæðinu og verður veðurfræðingur stöðvarinnar, Ginger Zee í aðalhlutverki. 

Zee er svo sannarlega spennt eins og sjá má á myndinni að neðan. Bandaríski veðurfræðingurinn og sjónvarpskonan Ginger Zee fer fyrir hópi teymis frá ABC sjónvarpsstöðinni. Zee er aðalveðurfræðingur ABC en henni til halds og trausts við Holuhraun í dag verður Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum.

Útsendingin er aðeins aðgengileg vestanhafs annaðhvort í sjónvarpinu eða á vef ABC.


World News Videos | ABC World News
World News Videos | ABC World News

World News Videos | ABC World News

Must watch us LIVE in Iceland! #GMADroneShow @goodmorningamerica

A video posted by ginger_zee (@ginger_zee) on


World News Videos | ABC World News

Tengdar fréttir

Engar reglur brotnar við leyfið

Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir engar reglur hafa verið brotnar þegar bandarísku fréttastofunni ABC var veitt leyfi til að senda út morgunþátt sinn frá lokuðu svæði við gosstöðvarnar í Holuhrauni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.