Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2015 20:15 Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira