Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2015 20:15 Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum. Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum.
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira