Allt að sex milljónir fylgdust með beinni útsendingu frá Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2015 20:15 Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Allt að sex milljónir manna horfðu á beina útsendingu frá gosstöðvunum í Holuhrauni á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í dag. Áhorfendur fylgdust heillaðir með á meðan dróni var notaður til að fljúga yfir eldstöðina en margir þeirra voru að sjá myndir af Íslandi í fyrsta sinn. Útsendingin var hluti af vinsælasta morgunþætti Bandaríkjanna Good Morning America. Það var Ginger Zee, veðurfréttmaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar, sem var við gosstöðvarnar. Dróna var meðal annars flogið yfir Holuhraun til að sýna áhorfendum gosið betur. Útsendingin þykir hafa heppnast vel en að henni lokinni var flogið með hluta hópsins til Reykjavíkur þar sem hann lenti síðdegis. „ Þetta var framúrskarandi. Ég trúi ekki að ég sé hérna. Þetta er enn svo óraunverulegt. Það er eins og ég hafi farið frá New York fyrir tveim tímum,“ segir Ginger Zee veðurfræðingur hjá ABC sjónvarpsstöðinni. Þá segir hún það hafa skipt miklu máli að hafa getað notað dróna í útsendingunni í dag. „Við þurftum að sjá ofan í gíginn og við gátum notað dróna, sem þeir hafa gert einu sinni áður en núna með enn meiri gæðum. Við gátum séð þetta úr meira návígi og höfðum jarðeðlisfræðing með okkur, við höfðum alla þessa frábæru hluti saman. Við lærðum mikið og það var stórkostlegt að sjá þetta,“ segir Ginger Zee. Í gær þegar verið var að leggja lokahönd á undirbúning útsendingarinnar var veður frekar slæmt á svæðinu. „ Þetta leit ekkert rosalega vel út en í dag var alveg geggjað. Það var allt með okkur í dag þannig að þetta gekk eins og í sögu, “ segir Jón Kjartan Björnsson yfirflugstjóri hjá Norðurflugi. Um tuttugu manns tóku þátt í vinnu við útsendinguna á svæðinu í dag. „ Mér fannst þetta alveg klikkað sko að taka myndir af einhverri manneskju að segja fréttir og við vorum með flatskjá á hrauninu, eldgos á bakvið og svo einhverjir bílar og rafstöðvar og dót sko og nú er búið að taka allt saman saman, “ segir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari. Ljóst er að útsending sem þessi er mikil landkynning fyrir Ísland þar sem fjöldi fólks fylgist með þættinum á hverjum degi. „Það eru oft fimm eða sex milljónir áhorfenda, Bandaríkjamenn, Kanadamenn og íbúar sumra eyjanna, svo þetta er mikill fjöldi, “ segir Ginger Zee. Þá segir hún viðbrögðin ekki hafa látið á sér standa. „ Ég náði Twitter og Instagram þarna uppi og fólk er alveg heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem margt þeirra hefur séð Ísland, “ segir Ginger Zee að lokum.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira