Innlent

Vill vita í hvaða kjördæmum einbreiðu brýrnar eru

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill svör frá innanríkisráðherra.
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vill svör frá innanríkisráðherra. Vísir/Ómar/Pjetur
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, vill að Ólöf Nordal innanríkisráðherra veiti upplýsingar um fjölda einbreiðra brúa þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Hann hefur lagt fyrirspurn fyrir ráðherrann á Alþingi þar sem hann óskar eftir að fá upplýsingarnar sundurgreindar eftir kjördæmum annarsvegar og sveitarfélögum hinsvegar.

Í fyrirspurninni spyr hann einnig hvort að til sé áætlun til að ljúka tvöföldun þessara brúa og hvort að ráðherrann hyggist beita sér fyrir því að fækka einbreiðum brúm. Ef svo sé, þá vill hann vita hvort að merki þess muni sjást  í næstu samgönguáætlun. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.