Innlent

Vilja forræði yfir St. Jósefsspítala

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Í samstarfssáttmála núverandi meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segir að leitað verði leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi við hagsmunaaðila.
Í samstarfssáttmála núverandi meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar segir að leitað verði leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi við hagsmunaaðila. vísir/pjetur
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða í dag að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við ríkið sem miði að því að bærinn fái fullt forræði yfir húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Spítalinn er að einum sjötta hluta í eigu bæjarins á móti eignarhaldi ríkisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri segir að leitað verði leiða til að fá fullt forræði yfir þessum fasteignum, og verði það samþykkt verði settur á laggirnar starfshópur um framtíðarnotkun og næstu skref.

„Bæjaryfirvöld hafa leitað ýmissa leiða til að hefja megi á ný starfsemi af einhverju tagi í St. Jósefsspítala en ekki haft erindi sem erfiði. Á þessum tímapunkti er það mat bæjaryfirvalda að rétt sé að leita leiða til að fá fullt forræði yfir þessum fasteignum og því hefur bæjarstjórn falið mér að hefja viðræður við ríkið,“ segir Haraldur.

Fasteignir ríkisins auglýstu húseignirnar Suðurgötu 41 og 44 til sölu, en ekki bárust viðunandi kauptilboð, að því er fram kemur í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Enn stendur spítalinn tómur

Ríkið hefur ekki svarað bréfi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar varðandi starfsemi St. Jósefsspítala sem hefur staðið tómur í tæpt ár.

Líklegt að öllum tilboðum verði hafnað

Hæsta boð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hljóðaði upp á um 23 prósent af fasteignamati hússins. Ríkiskaup annast sölu hússins sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins. Upphæðin kom mér ekki á óvart, segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar

St. Jósefsspítali að breytast í draugahús

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði er að smám saman að breytast í draugahús útaf viðhaldsleysi. Þetta kom fram í máli Margrétar Gauju Magnúsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag.

Lokun St. Jósefsspítala niðurlægir Hafnarfjörð

Sú hryggilega ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. des. sl. hefur valdið miklum vonbrigðum, reiði og sorg. Að svipta hátt í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæjarins, sem veitt hafði bæjarbúum og mörgum öðrum í rúm 85 ár ómetanlega hjúkrunar- og sjúkraþjónustu er hið alvarlegasta mál og að mínu mati ekki hægt fyrir stjórnvöld að réttlæta. Að leggja niður alla

Mál St.Jósefspítala á byrjunarreit

Niðurstaða í málum St. Jósefsspítala hefur ekki enn fengist. Ferli málsins hefur tekið óratíma en spítalanum var lokað í byrjun árs 2012 eða fyrir tveimur og hálfu ári. Þeir sem búa í næstu götum segjast horfa á húsið drabbast niður örugglega dag frá degi. Forseta bæjarstjórnar, Rósa Guðbjartsdóttir sagði í frétt Stöðvar vö málið ekki þola neina bið en allt opið með framtíð hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×