Innlent

Enn stendur spítalinn tómur

Baldvin Þormóðsson skrifar
St. Jósefsspítali er sögufrægt hús sem mörgum þykir vænt um.
St. Jósefsspítali er sögufrægt hús sem mörgum þykir vænt um. visir/pjetur
Fyrir tæpu ári kynntu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ríkinu tillögur um hvernig mætti nýta húsnæði spítalans í þágu bæjarins. Í tillögunum fólst að ríkið myndi afsala sér sínum eignarhlut í fasteignunum. Hafnarfjarðarbær myndi síðan fjármagna endurbætur húsnæðisins til þess að það gæti staðið undir rekstri þeirrar starfsemi sem þar yrði. Þetta kemur frá á Gaflara í dag.

Heilbrigðisráðherra hafnaði þessum tillögum Hafnarfjarðarbæjar seinasta sumar en í kjölfarið kölluðu bæjaryfirvöld formlega eftir upplýsingum um hvernig ríkið ætlaði sér að nýta húsnæði spítalans. Í dag, rúmum sex mánuðum síðar, hafa svör við þeim fyrirspurnum enn ekki borist.

Fleiri hugmyndir hafa verið á lofti varðandi nýtingu spítalans en nú liggur fyrir fyrirspurn hjá Fasteignum ríkisins hvort nýta megi húsnæðið undir aðstöðu fyrir lítil nýsköpunarfyrirtæki. Því erindi hefur heldur ekki verið svarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×