Lokun St. Jósefsspítala niðurlægir Hafnarfjörð Árni Gunnlaugsson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Sú hryggilega ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. des. sl. hefur valdið miklum vonbrigðum, reiði og sorg. Að svipta hátt í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæjarins, sem veitt hafði bæjarbúum og mörgum öðrum í rúm 85 ár ómetanlega hjúkrunar- og sjúkraþjónustu er hið alvarlegasta mál og að mínu mati ekki hægt fyrir stjórnvöld að réttlæta. Að leggja niður alla hjúkrunarþjónustu á St. Jósefsspítala er stjórnvöldum til „ævarandi skammar“ eins og stendur í ályktun, sem Öldrunarsamtökin Höfn gerðu 8. des. sl. en með lokun spítalans hefur „Hafnarfjörður verið niðurlægður“ eins og segir í sömu ályktun. Ennfremur er með lokun spítalans niðurlægð minning St. Jósefssystra, sem byggðu spítalann 1926 og seldu ríkissjóði og Hafnarfjarðarbæ fyrir lágt verð árið 1987 á þeim forsendum, „að spítalinn yrði rekinn áfram með svipuðu sniði og verið hafði“ eins og skráðar heimildir vitna um. Að leggja niður alla starfsemi spítalans eru því svik við St. Jósefssystur og einnig svik við fyrirheit velferðarráðherrans frá 31. jan. 2011 um áframhald þeirrar starfsemi, sem síðast var á spítalanum og nú hefur verið hætt. Hagsmunir sjúklinga ekki í forgangiÁ sama tíma og ríkisstjórnin tilkynnti afmælisgjöf til Háskóla Íslands kr. 1,5 milljarðar og síðar var samþykkt á Alþingi að veita stjórnmálaflokkunum styrki um kr. 300 milljónir og útvegað viðbótarframlag til tónlistarhússins Hörpu kr. 730 milljónir voru felldar á Alþingi tillögur um að falla frá niðurskurði í heilbrigðismálum. Þannig eru ársstyrkir til stjórnmálaflokkanna miklu hærri en hefði kostað að halda áfram á þessu ári þeirri starfsemi St. Jósefsspítalans, sem lauk 1. des. sl. Aðeins sex þingmenn greiddu atkvæði gegn þeim óþarfa að styrkja pólitíska starfsemi með fé skattgreiðenda og vildu fremur verja því til heilbrigðismála. – Eins og ráða má af framangreindum samanburði verður ekki annað séð en að hagsmunir sjúklinga njóti ekki forgangs hjá ríkisvaldinu. Lækningatæki og annar búnaður, sem velunnarar St. Jósefsspítala höfðu gefið spítalanum voru flutt nauðungarflutningi til Landsspítalans í Reykjavík án samþykkis gefenda og Hafnarfjarðarbæjar, sem á 15% eignarhlut í spítalanum. Þá var það fyrst í fréttum sjónvarps, sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði fékk vitneskju um það, að velferðarráðherra hefði tekið ákvörðun um lokun spítalans. Þannig var yfirgangur stjórnvalda við lokun spítalans með ólíkindum. Með lokun St. Jósefsspítala er Hafnarfjörður ennfremur látinn sæta hörðustu aðgerðum í hinum almenna niðurskurði til heilbrigðismála. Það er óþolandi og spyrja má: Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda? Vafasamur sparnaður veldur meira tjóniLokun St. Jósefsspítala veldur margvíslegu tjóni, beint og óbeint, og er ógn við þá velferð, sem lög um heilbrigðisþjónustu boða. Þannig er ekki lengur opið það hlýja og rómaða athvarf, sem St. Jósefsspítali hafði verið sjúklingum til frekari bata og endurhæfingar eftir útskrift af öðrum sjúkrahúsum. Þegar á allt er litið er það skoðun mín og ótal fleiri, að lokun spítalans valdi meira tjóni en sá vafasami sparnaður í krónum talið, sem stjórnvöld telja sig ná með því að hætta allri starfsemi St. Jósefsspítala. Hér með er enn á ný skorað á velviljaða þingmenn að taka mál St. Jósefsspítalans upp á Alþingi og berjast til sigurs fyrir því, að þar verði a.m.k. komið á fót hið allra fyrsta brýnustu hjúkrunar- og sjúkraþjónustu. Það hlýtur að vera krafa flestra Hafnfirðinga og henni verður að fylgja fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sú hryggilega ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. des. sl. hefur valdið miklum vonbrigðum, reiði og sorg. Að svipta hátt í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæjarins, sem veitt hafði bæjarbúum og mörgum öðrum í rúm 85 ár ómetanlega hjúkrunar- og sjúkraþjónustu er hið alvarlegasta mál og að mínu mati ekki hægt fyrir stjórnvöld að réttlæta. Að leggja niður alla hjúkrunarþjónustu á St. Jósefsspítala er stjórnvöldum til „ævarandi skammar“ eins og stendur í ályktun, sem Öldrunarsamtökin Höfn gerðu 8. des. sl. en með lokun spítalans hefur „Hafnarfjörður verið niðurlægður“ eins og segir í sömu ályktun. Ennfremur er með lokun spítalans niðurlægð minning St. Jósefssystra, sem byggðu spítalann 1926 og seldu ríkissjóði og Hafnarfjarðarbæ fyrir lágt verð árið 1987 á þeim forsendum, „að spítalinn yrði rekinn áfram með svipuðu sniði og verið hafði“ eins og skráðar heimildir vitna um. Að leggja niður alla starfsemi spítalans eru því svik við St. Jósefssystur og einnig svik við fyrirheit velferðarráðherrans frá 31. jan. 2011 um áframhald þeirrar starfsemi, sem síðast var á spítalanum og nú hefur verið hætt. Hagsmunir sjúklinga ekki í forgangiÁ sama tíma og ríkisstjórnin tilkynnti afmælisgjöf til Háskóla Íslands kr. 1,5 milljarðar og síðar var samþykkt á Alþingi að veita stjórnmálaflokkunum styrki um kr. 300 milljónir og útvegað viðbótarframlag til tónlistarhússins Hörpu kr. 730 milljónir voru felldar á Alþingi tillögur um að falla frá niðurskurði í heilbrigðismálum. Þannig eru ársstyrkir til stjórnmálaflokkanna miklu hærri en hefði kostað að halda áfram á þessu ári þeirri starfsemi St. Jósefsspítalans, sem lauk 1. des. sl. Aðeins sex þingmenn greiddu atkvæði gegn þeim óþarfa að styrkja pólitíska starfsemi með fé skattgreiðenda og vildu fremur verja því til heilbrigðismála. – Eins og ráða má af framangreindum samanburði verður ekki annað séð en að hagsmunir sjúklinga njóti ekki forgangs hjá ríkisvaldinu. Lækningatæki og annar búnaður, sem velunnarar St. Jósefsspítala höfðu gefið spítalanum voru flutt nauðungarflutningi til Landsspítalans í Reykjavík án samþykkis gefenda og Hafnarfjarðarbæjar, sem á 15% eignarhlut í spítalanum. Þá var það fyrst í fréttum sjónvarps, sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði fékk vitneskju um það, að velferðarráðherra hefði tekið ákvörðun um lokun spítalans. Þannig var yfirgangur stjórnvalda við lokun spítalans með ólíkindum. Með lokun St. Jósefsspítala er Hafnarfjörður ennfremur látinn sæta hörðustu aðgerðum í hinum almenna niðurskurði til heilbrigðismála. Það er óþolandi og spyrja má: Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda? Vafasamur sparnaður veldur meira tjóniLokun St. Jósefsspítala veldur margvíslegu tjóni, beint og óbeint, og er ógn við þá velferð, sem lög um heilbrigðisþjónustu boða. Þannig er ekki lengur opið það hlýja og rómaða athvarf, sem St. Jósefsspítali hafði verið sjúklingum til frekari bata og endurhæfingar eftir útskrift af öðrum sjúkrahúsum. Þegar á allt er litið er það skoðun mín og ótal fleiri, að lokun spítalans valdi meira tjóni en sá vafasami sparnaður í krónum talið, sem stjórnvöld telja sig ná með því að hætta allri starfsemi St. Jósefsspítala. Hér með er enn á ný skorað á velviljaða þingmenn að taka mál St. Jósefsspítalans upp á Alþingi og berjast til sigurs fyrir því, að þar verði a.m.k. komið á fót hið allra fyrsta brýnustu hjúkrunar- og sjúkraþjónustu. Það hlýtur að vera krafa flestra Hafnfirðinga og henni verður að fylgja fast eftir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar