Lokun St. Jósefsspítala niðurlægir Hafnarfjörð Árni Gunnlaugsson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Sú hryggilega ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. des. sl. hefur valdið miklum vonbrigðum, reiði og sorg. Að svipta hátt í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæjarins, sem veitt hafði bæjarbúum og mörgum öðrum í rúm 85 ár ómetanlega hjúkrunar- og sjúkraþjónustu er hið alvarlegasta mál og að mínu mati ekki hægt fyrir stjórnvöld að réttlæta. Að leggja niður alla hjúkrunarþjónustu á St. Jósefsspítala er stjórnvöldum til „ævarandi skammar“ eins og stendur í ályktun, sem Öldrunarsamtökin Höfn gerðu 8. des. sl. en með lokun spítalans hefur „Hafnarfjörður verið niðurlægður“ eins og segir í sömu ályktun. Ennfremur er með lokun spítalans niðurlægð minning St. Jósefssystra, sem byggðu spítalann 1926 og seldu ríkissjóði og Hafnarfjarðarbæ fyrir lágt verð árið 1987 á þeim forsendum, „að spítalinn yrði rekinn áfram með svipuðu sniði og verið hafði“ eins og skráðar heimildir vitna um. Að leggja niður alla starfsemi spítalans eru því svik við St. Jósefssystur og einnig svik við fyrirheit velferðarráðherrans frá 31. jan. 2011 um áframhald þeirrar starfsemi, sem síðast var á spítalanum og nú hefur verið hætt. Hagsmunir sjúklinga ekki í forgangiÁ sama tíma og ríkisstjórnin tilkynnti afmælisgjöf til Háskóla Íslands kr. 1,5 milljarðar og síðar var samþykkt á Alþingi að veita stjórnmálaflokkunum styrki um kr. 300 milljónir og útvegað viðbótarframlag til tónlistarhússins Hörpu kr. 730 milljónir voru felldar á Alþingi tillögur um að falla frá niðurskurði í heilbrigðismálum. Þannig eru ársstyrkir til stjórnmálaflokkanna miklu hærri en hefði kostað að halda áfram á þessu ári þeirri starfsemi St. Jósefsspítalans, sem lauk 1. des. sl. Aðeins sex þingmenn greiddu atkvæði gegn þeim óþarfa að styrkja pólitíska starfsemi með fé skattgreiðenda og vildu fremur verja því til heilbrigðismála. – Eins og ráða má af framangreindum samanburði verður ekki annað séð en að hagsmunir sjúklinga njóti ekki forgangs hjá ríkisvaldinu. Lækningatæki og annar búnaður, sem velunnarar St. Jósefsspítala höfðu gefið spítalanum voru flutt nauðungarflutningi til Landsspítalans í Reykjavík án samþykkis gefenda og Hafnarfjarðarbæjar, sem á 15% eignarhlut í spítalanum. Þá var það fyrst í fréttum sjónvarps, sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði fékk vitneskju um það, að velferðarráðherra hefði tekið ákvörðun um lokun spítalans. Þannig var yfirgangur stjórnvalda við lokun spítalans með ólíkindum. Með lokun St. Jósefsspítala er Hafnarfjörður ennfremur látinn sæta hörðustu aðgerðum í hinum almenna niðurskurði til heilbrigðismála. Það er óþolandi og spyrja má: Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda? Vafasamur sparnaður veldur meira tjóniLokun St. Jósefsspítala veldur margvíslegu tjóni, beint og óbeint, og er ógn við þá velferð, sem lög um heilbrigðisþjónustu boða. Þannig er ekki lengur opið það hlýja og rómaða athvarf, sem St. Jósefsspítali hafði verið sjúklingum til frekari bata og endurhæfingar eftir útskrift af öðrum sjúkrahúsum. Þegar á allt er litið er það skoðun mín og ótal fleiri, að lokun spítalans valdi meira tjóni en sá vafasami sparnaður í krónum talið, sem stjórnvöld telja sig ná með því að hætta allri starfsemi St. Jósefsspítala. Hér með er enn á ný skorað á velviljaða þingmenn að taka mál St. Jósefsspítalans upp á Alþingi og berjast til sigurs fyrir því, að þar verði a.m.k. komið á fót hið allra fyrsta brýnustu hjúkrunar- og sjúkraþjónustu. Það hlýtur að vera krafa flestra Hafnfirðinga og henni verður að fylgja fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Sú hryggilega ákvörðun velferðarráðherra að loka St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 1. des. sl. hefur valdið miklum vonbrigðum, reiði og sorg. Að svipta hátt í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæjarins, sem veitt hafði bæjarbúum og mörgum öðrum í rúm 85 ár ómetanlega hjúkrunar- og sjúkraþjónustu er hið alvarlegasta mál og að mínu mati ekki hægt fyrir stjórnvöld að réttlæta. Að leggja niður alla hjúkrunarþjónustu á St. Jósefsspítala er stjórnvöldum til „ævarandi skammar“ eins og stendur í ályktun, sem Öldrunarsamtökin Höfn gerðu 8. des. sl. en með lokun spítalans hefur „Hafnarfjörður verið niðurlægður“ eins og segir í sömu ályktun. Ennfremur er með lokun spítalans niðurlægð minning St. Jósefssystra, sem byggðu spítalann 1926 og seldu ríkissjóði og Hafnarfjarðarbæ fyrir lágt verð árið 1987 á þeim forsendum, „að spítalinn yrði rekinn áfram með svipuðu sniði og verið hafði“ eins og skráðar heimildir vitna um. Að leggja niður alla starfsemi spítalans eru því svik við St. Jósefssystur og einnig svik við fyrirheit velferðarráðherrans frá 31. jan. 2011 um áframhald þeirrar starfsemi, sem síðast var á spítalanum og nú hefur verið hætt. Hagsmunir sjúklinga ekki í forgangiÁ sama tíma og ríkisstjórnin tilkynnti afmælisgjöf til Háskóla Íslands kr. 1,5 milljarðar og síðar var samþykkt á Alþingi að veita stjórnmálaflokkunum styrki um kr. 300 milljónir og útvegað viðbótarframlag til tónlistarhússins Hörpu kr. 730 milljónir voru felldar á Alþingi tillögur um að falla frá niðurskurði í heilbrigðismálum. Þannig eru ársstyrkir til stjórnmálaflokkanna miklu hærri en hefði kostað að halda áfram á þessu ári þeirri starfsemi St. Jósefsspítalans, sem lauk 1. des. sl. Aðeins sex þingmenn greiddu atkvæði gegn þeim óþarfa að styrkja pólitíska starfsemi með fé skattgreiðenda og vildu fremur verja því til heilbrigðismála. – Eins og ráða má af framangreindum samanburði verður ekki annað séð en að hagsmunir sjúklinga njóti ekki forgangs hjá ríkisvaldinu. Lækningatæki og annar búnaður, sem velunnarar St. Jósefsspítala höfðu gefið spítalanum voru flutt nauðungarflutningi til Landsspítalans í Reykjavík án samþykkis gefenda og Hafnarfjarðarbæjar, sem á 15% eignarhlut í spítalanum. Þá var það fyrst í fréttum sjónvarps, sem bæjarstjórinn í Hafnarfirði fékk vitneskju um það, að velferðarráðherra hefði tekið ákvörðun um lokun spítalans. Þannig var yfirgangur stjórnvalda við lokun spítalans með ólíkindum. Með lokun St. Jósefsspítala er Hafnarfjörður ennfremur látinn sæta hörðustu aðgerðum í hinum almenna niðurskurði til heilbrigðismála. Það er óþolandi og spyrja má: Hvers eiga Hafnfirðingar að gjalda? Vafasamur sparnaður veldur meira tjóniLokun St. Jósefsspítala veldur margvíslegu tjóni, beint og óbeint, og er ógn við þá velferð, sem lög um heilbrigðisþjónustu boða. Þannig er ekki lengur opið það hlýja og rómaða athvarf, sem St. Jósefsspítali hafði verið sjúklingum til frekari bata og endurhæfingar eftir útskrift af öðrum sjúkrahúsum. Þegar á allt er litið er það skoðun mín og ótal fleiri, að lokun spítalans valdi meira tjóni en sá vafasami sparnaður í krónum talið, sem stjórnvöld telja sig ná með því að hætta allri starfsemi St. Jósefsspítala. Hér með er enn á ný skorað á velviljaða þingmenn að taka mál St. Jósefsspítalans upp á Alþingi og berjast til sigurs fyrir því, að þar verði a.m.k. komið á fót hið allra fyrsta brýnustu hjúkrunar- og sjúkraþjónustu. Það hlýtur að vera krafa flestra Hafnfirðinga og henni verður að fylgja fast eftir.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar