Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 21:25 Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira