Innlent

Bilun í farsímakerfi Nova

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Farsímakerfi Nova liggur niðri
Farsímakerfi Nova liggur niðri Vísir
Bilun er í farsímakerfi í Nova og er ekki hægt að hringja í farsímanúmer eins og er en netið virkar þó.

Unnið er að viðgerð samkvæmt upplýsingum frá Nova.

Fyrr í dag voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar og eru Íslendingar næstánægðastir með þjónustu Nova af fyrirtækjum landsins.

Uppfært klukkan 15:27.

Því miður hefur komið upp bilun í farsímakerfi Nova. Bilunin hefur nú staðið yfir í um 45 mínútur (kl. 15:15). Ekki er hægt að hringja en viðskiptavinir komast á netið. Unnið er að viðgerð.

Við skiljum að þetta veldur fjölda fólks óþægindum og gerum hvað við getum til að koma þessu í lag sem allra fyrst. Nánari upplýsingar verða gefnar á nova.is og Facebook síðu Nova.

Uppfært klukkan 16:38.

Ljóst er að bilunin í farsímakerfinu hjá Nova er umfangsmikil og hefur komið illa við alla viðskiptavini þeirra í dag.  Nú eru enn um 20.000 viðskiptavinir fyrirtækisins ekki í símasambandi af um 120.000 viðskiptavinum í farsímaþjónustu. Tæknifólk Nova vinnur að viðgerð en ljóst er að hnökrar geta orðið á þjónustunni í nokkurn tíma enn.

Í tilkynningunni frá Nova kemur fram að unnið sé að viðgerð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×