Viðskipti innlent

Íslendingar ánægðastir með Nova og ÁTVR

ingvar haraldsson skrifar
Viðurkenningar Íslensku ánægjuvoginnar voru afhentar í morgun.
Viðurkenningar Íslensku ánægjuvoginnar voru afhentar í morgun.
Mest ánægja er meðal landsmanna með viðskipti við Nova og ÁTVR samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar sem kynntar voru í dag.

ÁTVR fékk flest stig eða 74,8 af 100 mögulegum. Þar á eftir kom Nova með 73,6 stig.  TM og Atlantsolía deildu svo þriðja sætinu  með 71,3 stig.

Verðlaun íslensku ánægjuvogarinnar eru einungis veit ef marktækur munur er á milli fyrirtækja innan atvinnugreinar. Í ár voru verðlaun veitt í þremur flokkum. TM fékk verðlaun í flokki tryggingarfyrirtækja, Nova í flokki farsímafyrirtækja og HS Orka á raforkusölumarkaði.

Íslandsbanki fékk hæstu einkunnina á bankamarkaði og Atlantsolía meðal eldsneytisfélaga en of stutt var í næstu fyrirtæki svo munurinn teldist tölfræðilega marktækur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×