Innlent

Bílstjórinn í losti eftir að hafa ekið á dóttur Reynis Traustasonar

Jakob Bjarnar skrifar
Reynir var ósáttur við það hvernig óhappið bar að og að ökumaðurinn sem keyrði á bíl dóttur hennar hafi látið sig hverfa -- en sá hefur nú látið í sér heyra.
Reynir var ósáttur við það hvernig óhappið bar að og að ökumaðurinn sem keyrði á bíl dóttur hennar hafi látið sig hverfa -- en sá hefur nú látið í sér heyra.
Dóttir Reynis Traustasonar, fyrrverandi ritstjóra DV, er á batavegi. Vísir greindi frá því að ekið hafði verið á Hörpu Reynisdóttur og var Reynir mjög ósáttur við hvernig óhappið bar að, og það að bílstjórinn hafi látið sig hverfa.

Dregið hefur til tíðinda í málinu, bílstjórinn hefur haft samband, en Reynir greinir vinum sínum á Facebook frá þessu:

„Eftir að visir,is birti frétt um ömurlega lífsreynslu Hörpu, dóttur minnar, hafði ökumaðurinn samband. Sagðist hún hafa beðið lögregluna um upplýsingar um stúlkuna til að kanna líðan hennar. Hún segir að lögreglumaður sem hún talaði við hafi neitað að gefa upplýsingar en lofað að hafa samband síðar. Það hafi hann ekki staðið við. Konan bað Hörpu fyrirgefningar á óhappinu og skýrði atvikið með því að hafa verið í losti eftir ákeyrsluna þegar hún ók á stúlkuna sem klemmdist á milli bílanna. Það var gott að heyra frá ökumanninum. Harpa er á góðum batavegi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×