Innlent

Reynir ósáttur: „Óboðleg framkoma fullorðins einstaklings“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
„Allt fólk sem ég þekki myndi hafa samband, ekkert endilega til að segja fyrirgefðu, heldur bara til að athuga hvernig viðkomandi líði,“ segir Reynir.
„Allt fólk sem ég þekki myndi hafa samband, ekkert endilega til að segja fyrirgefðu, heldur bara til að athuga hvernig viðkomandi líði,“ segir Reynir. Vísir
Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, er hugsi yfir framkomu konu sem lenti í árekstri við dóttur hans á þriðjudaginn.

Konan skipti um akrein með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í hliðina á bíl sem dóttir Reynis ók. Hann segir að konan hafi í kjölfarið farið að rífast yfir því við stúlkuna að áreksturinn væri henni að kenna en ekki tók betra við.

Þegar konan var að færa bílinn sinn til að beiðni þjónustuaðila sem kom á vettvang klemmdi hún dóttur Reynis á milli bílanna tveggja. Reynir telur að dóttir sín hafi verið klemmd á milli bílanna í hátt í mínútu.

„Það er auðvitað áfall þegar svona lagað gerist en það sem mér finnst skuggalegt í þessu, og gagnrýni, er að við heyrum ekkert meir í þessari konu. Allt fólk sem ég þekki myndi hafa samband, ekkert endilega til að segja fyrirgefðu, heldur bara til að athuga hvernig viðkomandi líði,“ segir Reynir í samtali við Vísi.

Aðspurður um líðan dóttur sinnar segir Reynir að hún sé marin en óbrotin. Hún hafi svo auðvitað fengið mikið áfall við að lenda í árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×